Ætluðu yfir hálendið á Yaris

Erlendir ferðamenn á Toyota Yaris bílaleigubíl festu hann á Landvegi í síðustu viku. Úrræði þeirra var að leita aðstoðar lögreglu.

Aðspurðir sögðuðst þeir vera á leið yfir hálendið til Akureyrar. Ferðamennirnir voru ekki í hættu og því kom lögreglan þeim í samband við bílaleiguna sem mun hafa leyst úr þeirra vandræðum.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur einnig fram að þrjátíu og tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í vikunni og tveir fyrir ölvunarakstur.

Þá bendir lögreglan á að nú er að koma sá tími að sauðfé er hleypt út og þá skapast sú hætta að féð sæki á vegina. Ökumenn eru beðnir um að hafa varann á.