Ætla að ræða við Hvergerðinga

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að taka upp viðræður við Hveragerðisbæ um breytt sveitarfélagamörk ofan við Varmá og upp að fjalli.

Meirihlutinn í Hveragerði samþykkti á dögunum að leita eftir því við Ölfusinga að mörkum sveitarfélaganna yrði breytt. Um er að ræða tiltölulega litla spildu sem að stóru leyti er óbyggð en svæðið er afar mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ vegna nálægðar þess við byggðina.

Fulltrúar Ölfusinga í viðræðunum verða Sígríður Lára Ásbergsdóttir, Sveinn Steinarssson, Ólafur Örn Ólafsson og Hróðmar Bjarnason.