Æsispenna í Útsvarinu

Sveitarfélagið Árborg er komið áfram í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, eftir 84-82 sigur á Fjallabyggð í gærkvöldi.

Keppnin var skemmtileg og æsispennandi. Lið Árborgar byrjaði aðeins betur og náði forystu í bjölluspurningunum en lið Fjallabyggðar nálgaðist þau örugglega og var mjótt á munum allan seinnipart þáttar. Allt útlit var fyrir sigur Fjallabyggðar en Google lið Árborgar undir forystu Más Ingólfs Mássonar lagði til 15 stig undir lokin í gegnum síma og tryggði Árborg tveggja stiga sigur.

Lið Árborgar skipa Liverpoolmaðurinn Páll Óli Ólason frá Litlu-Sandvík og Selfyssingarnir Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður og Hanna Lára Gunnarsdóttir, kennari.