Ærðist í fangaklefa og braut bæði hönd og tá

Maður sem var handtekinn af lögreglunni á Selfossi í síðustu viku, vegna meints fíkniefnabrots, missti stjórn á skapi sínu eftir að hann var færður í fangaklefa.

Hann barði og sparkaði í steinvegg með þeim afleiðingum að hann handar- og tábrotnaði. Það kom í ljós þegar röntgenmyndir voru teknar af hönd og fæti á heilsugæslustöðinni á Selfossi.

Nýlega voru settar öryggismyndavélar í alla fangaklefa á Selfossi og í þessu tilviki gagnaðist búnaðurinn vel þar sem lögreglumenn sáu hvað var að gerast og komu því í veg fyrir að maðurinn skaðaði sig frekar.

Fyrri greinSleginn í höfuðið með öxi
Næsta greinHundur glefsaði í dreng