Ægir tapaði fyrir toppliðinu

Ægir tapaði 0-3 þegar topplið Fjarðabyggðar kom í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.

Gestirnir komust yfir á 33. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Fjarðabyggð hafði svo fín tök á leiknum í síðari hálfleik og bætti við mörkum á 63. og 81. mínútu.

Ægir er nú í 8. sæti deildarinnar með sextán stig og mætir næst Völsungi á útivelli á Húsavík á miðvikudaginn, í sex stiga leik.

Fyrri greinBjörgvini gengur vel á Heimsleikunum
Næsta greinVitlaust að gera í humri í Þorlákshöfn