Æfa forgangsakstur í dag

Í dag, föstudaginn 11. maí, munu Sjùkraflutningar HSu vera með kennslu í forgangsakstri frá 08:00 til 16:00. Kennslan mun fara fram á Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu.

Kennsla þessi eru liður í þjálfun nýrra starfsmanna.

Í tilkynningu frá Sjúkraflutningum HSu eru íbúar beðnir um að sýna þessu skilning og vona sjúkraflutningamenn að kennsla þessi valdi íbúum sem og öðrum sem minnstum óþægindum.