Vegan bláberjaís

FAGURGERÐI – MATUR // Það besta við þennan ís er hvað hann er einfaldur og fljótlegur í framkvæmd.

Hráefnin eru heldur ekki mörg og stóri kosturinn við hann er að hann hefur mjög lágan sykurstuðul.

Sem sagt, ís sem er virkilega hollur og góður.

Hráefni:

  • 400 ml full fat kókosmjólk
  • 1/2 tsk lífræn vanilla (duft en ekki dropar)
  • 2 msk kókossíróp
  • Raspaður börkur af 1 lífrænni sítrónu
  • 1 bolli frosin bláber

Aðferð:

  1. Setjið allt nema bláberin í blandara og blandið vel
  2. Hellið blöndunni í skál og hellið bláberjunum út í. Blandið vel saman með sleikju.
  3. Notið litla ausu til að skammta ísblöndunni í lítil sílikonform. Þessi uppskrift passar akkúrat í 6 stk.
  4. Setjið inn í frysti og geymið yfir nótt
  5. Þegar þið takið ísinn úr frysti þá er best að leyfa honum að þiðna í smástund áður en þið borðið hann (20 mínútur ættu að vera meira en nóg).

Njótið!

johanna@sunnlenska.is

Fyrri greinStarfsmönnum Selóss sagt upp
Næsta greinVeiðimenn við Ölfusá brosa út að eyrum