Svarthvítt með dass af lit

FAGURGERÐI – HÖNNUN // Ég er eiginlega óþolandi mikill aðdáandi að svarthvítu og öllu þar á milli… sem er semsagt grátt.

En ég reyni nú alltaf að blanda litum eitthvað aðeins með, því það lífgar svo mikið upp á heildina. Skandinavískur minimalismi hefur lengi verið grunnurinn að heimilisstílnum hjá mér og stundum langar mig rosalega mikið að brjótast út úr þessum stíl og gera eitthvað allt annað en ég bara hreinlega get það ekki.

Nýlega fékk ég í arf frá langömmu minni ótrúlega fallega tekk stóla með lime/mosagrænu áklæði. Ég ætlaði í fyrstu að láta bólstra þá upp á nýtt með hvítu áklæði en þeir eru að venjast svo vel að þeir fá trúlega að halda uppruna sínum, allavega næstu 1-2 árin. Þannig að kannski er ég aðeins að ná að brjótast út úr mynstrinu.

Uppáhalds lífsstíls- og heimilisbloggarinn minn er með svipaðan stíl og það er unaðslegt að skoða bloggið hennar og myndirnar. Þar er líka alltaf hægt að fá fullt af frábærum hugmyndum, takið t.d. eftir skórekkanum sem er auðveldlega hægt að útbúa úr handklæðaslá eða gardínustöng. Svo er hún nýbúin að útbúa fataherbergi sem flestar konur dreymir um, öll smáatriði og stílesering á hreinu. Þið sjáið líka hvað blóm geta gert mikið fyrir rými sem eru svolítið svarthvít, enda alltaf gaman að vera með blóm í sínu nánasta umhverfi. Hér er brot af því besta frá henni og ef þið viljið kynna ykkur bloggið hennar þá er það hér.

asta@fagurgerdi.is

Fyrri greinHlaut opið beinbrot eftir fall
Næsta greinÁ 153 km/klst hraða við Markarfljót