Sumarlúkkið

FAGURGERÐI – TÍSKA // Sumardagurinn fyrsti nálgast óðfluga og ég er alveg farin að hugsa um að tína fram sumar-outfit og að færa þykku úlpurnar aftar í skápinn.

Á bloggrúntum síðustu vikur sýnist mér áberandi að stuttbuxur verða mjög heitt trend í sumar og helst að vera berleggja, það er að segja ef veðurfarið leyfir okkur það hér á klakanum. Annars er bara að skella sér í sokkabuxurnar innanundir.

Það eiga allir gamlar gallabuxur sem hafa hangið ónotaðar inní skáp í einhvern tíma, nú er um að gera að bjóða þeim uppá nýtt líf og búa til gallastuttbuxur. Sjá leiðbeiningar hér

Til þess að hjálpa okkur að fá þessa undurfögru leggi sem alla dreymir um, en eru að sjálfsögðu ekki til nema í tískutímaritum sem eru photoshoppuð út í hið óendanlega, þá eru hér fyrir neðan nokkrar frábærar æfingar sem allir geta gert heima hjá sér á kvöldin eða morgnana og þær taka bara 5 mínútur.

Þegar maður heyrir orðið stuttbuxur þá er eitt orð sem kemur upp í huga flestra kvenna og það er hið undurfagra orð „appelsínuhúð“. Ég get ekki verið í stuttbuxum því ég er með svo mikla appelsínuhúð – þetta hafa örugglega allar konur hugsað og því verið feimnar við að sýna leggina. En ég held að ég geti alveg deilt með ykkur einu leyndarmáli og það er það að allar eða flestar konur eru með appelsínuhúð og það er bara ekkert til að skammast sín fyrir. Það er engin fullkomin og sem betur fer eru allir með eitthvað sem gerir þá sérstaka og fallega á sinn hátt. Glansmyndir í tískutímaritum þar sem húðin og líkaminn er fullkominn er svo langt frá raunveruleikanum að það er synd að við sem konur séum alltaf heillaðar af því að líkjast þessari fölsku ímynd. Því ánægðari og sáttari sem við erum með sjálf okkur því meiri útgeislun höfum við útávið.

Hér eru svo 5 frábærar DIY uppskriftir af body skrúbbi til að setja punktinn yfir i-ið fyrir komandi stuttbuxnavertíð.

Þetta er svo að sjálfsögðu frábær gjöf fyrir þína uppáhalds, þú setur skrúbbinn í krukku og hengir uppskriftina eða falleg skilaboð með á krukkuna.

asta@fagurgerdi.is