Partí í poka

FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Það er ótrúlega skemmtlegt að gefa öðruvísi gjafir þegar maður fer í veislur.

Ég rakst á eina vefsíðu um daginn sem gefur sig út fyrir að selja partý box. Þar er hægt að panta box með alls kyns skreytingum og þema fyrir partýið. Ég fékk þá hugmynd um að útbúa gjöf sem væri svona blanda af gjöf og partý-dóti þar sem ég er á leið í veislu um helgina.

Í Motivo fékk ég Kastehelmi kertastjaka sem ég hugsaði sem sultuskál, og ostahníf sem er hægt að nota sem hníf í osta og sultuskeið. Einnig keypti ég ost, jarðaber, kex, hnetur og servéttur í matvöruverslun og loks fór ég í Hlöðuna þar sem ég fékk súkkulaði og sultu ásamt blöðrum, rörum og pappírskúlum.

Ég hafði hugsað mér að setja þetta allt í kassa og setja fallega slaufu og blöðrurnar á hann en svo passaði kassinn ekki þannig að ég fann bara gjafaboka sem ég átti uppí skáp og notaðist við hann sem kom bara ljómandi vel út.

Ég mæli með að næst þegar þið farið í veislu þá prófið þið eitthvað skemmtilegt og blandið saman gjafavöru, mat og skreytingardóti.

Ef ykkur vantar hugmyndir þá er síðan sem ég tala um að ofan hér og einnig er hægt að finna fullt af hugmyndum á Pinterest. Reykjavík Letterpress er líka með skemmtilegar vörur fyrir partýið og ýmis tilefni, í Motivo eru seldar vörur frá þeim.

Fyrri greinKynningartilboð fyrir sunnlenska hjólara
Næsta greinKiriyama Family treður upp eftir langa hvíld