Litur ársins 2014

FAGURGERÐI – HÖNNUN // Á hverju ári velur fyrirtækið Pantone lit ársins. Liturinn sem varð fyrir valinu fyrir árið 2014 kallast Radiant Orchid.

Liturinn er fjólu/bleikur, sumir myndu kalla hann fjólubláan. Liturinn í fyrra var grænleitur og vakti mikla lukku. Ég veit um konur sem máluðu heilu veggina í þeim lit. Ég veit ekki hvort raunin verði sú með litinn í ár.

En liturinn er fallegur og hafa hönnuðir snyrtivara og fylgihluta verið duglegir að nota hann fyrir sumarlínur sínar.

Fyrri greinBanaslys við Breiðamerkurjökul
Næsta greinÍþróttakrakkar fá afslátt í strætó