Kínóapops-súkkulaði

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta kínóapops-súkkulaði er bæði einfalt og gott.

Hráefni:

 • 1/2 bolli kakósmjör
 • 2 msk möndlusmjör (ég notaði raw frá Biona)
 • 1/4 bolli kókossíróp
 • 1/2 bolli raw kakó
 • 1 msk lucuma
 • 1 tsk lífræn vanilla (duft en ekki dropar)
 • Smá sjávarsalt
 • 2 bollar kínóapops

Aðferð:

 1. Bræðið kakósmjörið í vatnsbaði.
 2. Á meðan kakósmjörið er að bráðna, setjið þá kakóið, lucuma, vanilluna og sjávarsaltið í skál og blandið vel saman.
 3. Þegar kakósmjörið hefur bráðnað alveg, setjið þá möndlusmjörið út í og hrærið vel.
 4. Þegar möndlusmjörið og kakósmjörið hefur blandast vel saman, hellið þá kókossírópinu út í. Blandið vel.
 5. Hellið blöndunni í skálina með þurrefnunum og blandið vel saman með litlum písk.
 6. Þegar allt hefur blandast vel saman, hellið þá kínóapopsinu út í skálina. Gott er að nota sleikju til að blanda öllu saman.
 7. Notið tvær teskeiðar og setjið kínóapops-súkkulaðið í lítil sílíkonform. Þið getið líka notað lítil muffins form (það er fallegra þannig) en ef þið viljið hugsa um umhverfið þá mæli ég frekar með sílikonformunum 🙂
 8. Setjið inn í frysti og geymið í sirka klukkustund. Þá ætti súkkulaðið að vera tilbúið.
  Njótið!
  Fyrri greinTvö parhús og tíu hektara land selt
  Næsta greinFramarar sterkari í lokin