HönnunarMars

FAGURGERÐI – HÖNNUN // HönnunarMars var haldin dagana 27.-30. mars í Reykjavík.

Íslenskir hönnuðir og arkitektar báru hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem bauð upp á ótal viðburði, innsetningar og sýningar. Líkt og undanfarin ár hófst HönnunarMars með fyrirlestradegi þar sem framúrskarandi hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu.

Á HönnunarMars bauðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur í hina miklu sköpunargleði sem ríkir innan hönnunarsamfélagsins. Borgin iðaði af lífi og var hver viðburðurinn á eftir öðrum. Gaman væri ef Árborg gæti tekið þátt í HönnunarMars á næsta ári. Við eigum fullt af hæfileikaríku fólki sem gæti fengið að kynna hönnun sína og við gætum fengið að kynnast þeim og verkum þeirra. Einnig gæti verið gaman að fá hönnuði í heimsókn til okkar.

Ég verða að fá að minnast á pizzuna sem ég fékk á veitingastaðnum á Hverfisgötu 12 (staðurinn hefur ekki enn þá fengið nafn). Þetta var klárlega upplifun fyrir bragðlaukana og besta pizza sem ég hef smakkað. Botninn var úr byggi og skyri og á henni voru kartöflur, trufflukrem, krem af steiktum lauk og klettasalat.

lovisa@fagurgerdi.is

Fyrri grein„Ekki verið að hundsa prófkjörið“
Næsta greinJónas Pálmar sigraði heimakeppni Biggest Loser