Hindberjamöndlusjeik

FAGURGERÐI // MATUR Maður er enga stund að búa til þennan holla og bragðgóða sjeik.

Hráefni:

2 bollar möndlumjólk
1 bolli hindber (frosin eða fersk)
2 stk vel þroskaðir bananar
3 msk kasjúhnetur
6 stk döðlur, smátt saxaðar
1/2 tsk lífræn vanilla
nokkrir dropar af steviu

Allt sett í blandara og blandað þar til allt verður silkimjúkt. Skeytið með hindberjum og muldum kasjúhnetum.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is