Glaðleg heimili

FAGURGERÐI – HÖNNUN // Þeir sem þekkja mig vita að ég elska liti.

Ég verð ótrúlega glöð þegar ég rista mér brauð í bleiku brauðristinni minni og þegar ég kveiki ljós á gula lampanum mínu læðist bros á varirnar mínar.

Ég hugsa að litir séu mér jafn mikilvægir og að borða og hreyfa mig. Þegar ég fæ fólk heim til mín vil ég að þeim líði vel, ég vil að það komi inn til mín og brosi. Eins og Móðir Teresa sagði: „Þegar þú brosir ertu að gefa frá þér kærleiksgjöf“.

Þegar fólk kemur heim til mín segir það gjarnan „mikið er þetta glaðlegt heimili og ég bara get ekki hætt að brosa“. Ég sannarlega trúi því að litir geti gert okkur glaðari.

lovisa@fagurgerdi.is

Fyrri greinÞórdís liggur undir feldi
Næsta greinVilja hjúkrunarheimili í Laugarási