DIY fyrir baðherbergi

FAGURGERÐI – HEIMILIÐ // Mig vantaði einhverja lausn fyrir salernisrúllur inná baðherbergi hjá mér þannig að ég fór í internetleit og fann fullt af hugmyndum sem ég útfærði svo sem upphengi fyrir salernisrúllur.

Það sem til þarf: Leðurbelti, smellur, beltagatari eða sambærilegt áhald til að útbúa göt í beltið, skæri eða hnífur.

Hægt er að notast við gamalt belti sem er ekki í notkun úr fataskápnum en einnig er hægt að kaupa leður-belta lengjur t.d. í Hvítlist.

Klippið eða skerið eina eða fleiri lengjur í stærðinni 44 cm. Gatið beltið ca 1 cm frá efri brún, leggið beltið saman og gatið aftur í gegnum sama gatið til að fá samstætt gat. Setjið smelluna á beltið og gatið með beltagataranum 1 gat fyrir neðan smelluna sem fer upp að veggnum. Passið að gata ekki báðu megin í þessu tilfelli. Skrúfan er sett í þetta gat til að festa við vegginn. Salernisrúllan sett í gegnum beltið og smellunni lokað.

Hægt er að nota svona beltalengjur fyrir margt annað en salernisrúllur. t.d. eldhúsrúllur, hanka, handklæði, blaðarekka o.fl. Ef útbúa á t.d. hanka eða blaðarekka þarf ekki að setja smellur, þá er nóg að negla eða skrúfa beint í gegnum samanbrotið beltið. Best er þó að útbúa göt fyrir naglann eða skrúfuna með beltagatara.

Hér má sjá fleiri hugmyndir þar sem beltalengjur eru notaðar á sniðugan hátt:

Fyrri greinLítið álag á HSu
Næsta greinGlæsileg afmælishátíð Sleipnis