Bestu brownies í bænum

FAGURGERÐI – MATUR // Þessar brownies eru ekkert venjulegar brownies.

Fyrir utan það að vera alveg meiriháttar góðar þá er megin uppistaðan í þeim svartar baunir. Já, svartar baunir! Hverjum hefði dottið í hug að baunir gætu passað í brownies uppskrift?

Þessi uppskrift er súper einföld og tekur mjög stuttan tíma að gera.

Hráefni:

 • Ein dós svartar baunir (400gr) (ég notaði frá Biona)
 • 2 msk kakóduft
 • 1/2 bolli haframjöl (ég notaði glútenlaust frá Amisa)
 • 1/4 sjávarsalt
 • 1/3 bolli kókossíróp
 • 2 msk kókospálmasykur
 • 1/4 bolli kókosolía, við stofuhita
 • 1 (kúfuð) tsk lífræn vanilla (duft)
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 súkkulaðiplata af dökku súkkulaði
Aðferð:
 1. Stillið bakaraofninn á 180° með blæstri.
 2. Hellið vökvanum af baununum og skolið vel (gott að nota sigti).
 3. Setjið baunirnar í blandara ásamt restinni af hráefninu og blandið vel saman á meðal hraða eða þar til deigið er orðið kekkjalaust og fínt. Það er líklegt að þið þurfið að stoppa blandarann nokkrum sinnum og ýta með sleikju innan á könnunni svo að deigið blandist örugglega allt vel saman.
 4. Hellið deiginu í skál.
 5. Saxið súkkulaðið niður og setjið í skálina með deiginu. Blandið saman með sleikju.
 6. Hellið deiginu í lítið eldfast mót og bakið í 15-20 mínútur (15 mínútur ætti að vera nóg).
 7. Takið úr ofninum og njótið hvers bita
johanna@sunnlenska.is
Fyrri greinVel heppnaðar ungmennabúðir í Hveragerði
Næsta greinPersónan er villt og furðuleg