Weekends á toppi árslista Rásar 2

Lagið Weekends með sunnlensku hljómsveitinni Kiriyama Family er efst á Árslista Rásar 2 fyrir árið 2012. Listinn var kynntur í dag og verður endurfluttur annað kvöld.

Ásgeir Trausti er í öðru sæti samantektarlistans með lagið Leyndarmál og í því þriðja er lagið Qween með Retro Stefson.

Kiriyama Family setti met á vinsældarlista Rásar 2 á þessu ári en Weekends náði því að vera samfellt á vinsældalistanum í nítján vikur. Lagið fór inn á listann í apríl síðastliðnum og var þar fram eftir ágústmánuði. Lagið sat meðal annars í toppsæti listans í þrjár vikur.

„Við erum frekar ánægðir með þessar fréttir, sveitastrákar með lag ársins, hah!“ sagði hljómsveitin í opinskáu viðtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinSelfyssingar héraðsmeistarar í handbolta
Næsta greinVonast til að finna heitt vatn