Vorhugur í vertunum

Frá og með föstudeginum 10. febrúar nk. verður verslun og sjoppan í Þrastalundi opin daglega. Þó verður opnunartími á virkum dögum styttri en um helgar.

Alla daga vikunnar er opnað kl 9:00, en á virkum dögum verður fyrst um sinn aðeins opið til kl. 13 en 18 um helgar.

Þrastalundur er vinsæll ferðamannastaður með fjölbreyttan matseðil og bakkelsi. Þar geta gestir fylgst með enska boltanum auk þess sem þau Kristín og Ingi reka veisluþjónustu á staðnum.

Þá er Þrastaskógur skemmtilegt útivistarsvæði og er tilvalið að rölta um skóginn sér til heilsubóta og fylgjast með vorkomunni.