Vorfagnaðurinn á föstudagskvöld

Vorfagnaður Hljómlistarfélags Hveragerðis fer fram föstudagskvöldið 4. maí nk. á Hótel Örk í Hveragerði.

Vinnustaðir og félagasamtök berjast um flottasta söngatriði bæjarins. Húsið opnar kl. 22 og hefst dagskrá fljótlega upp úr því. Að keppni lokinni hefst dúndur dansleikur með Danshljómsveit Þorsteins T. Ragnarssonar og formannabandinu Formalín.

Miðverð er kr. 1500 og fer forsala miða fram í Shell og Tíunni. Allur ágóði rennur til menningar- og góðgerðastarfs.