Vök á Fróni í kvöld

Hljómsveitin Vök, sigursveit Músiktilraunanna í fyrra, kemur fram á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi í kvöld.

Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og Ólafur Alexander Ólafsson. Vök sigraði með miklum glæsibrag í Músíktilraunum í fyrra en síðan þá hafa þau öðlast marga aðdáendur og unnendur.

Auk Vök mun barmeistarinn rosalegi, Brunó, leika listir sínar á barnum.