Valdimar í Hvíta húsinu

Vetrartónleikaröð Hvíta hússins fer af stað aftur í kvöld eftir örstutt jólafrí en þá mætir Keflavíkursveitin Valdimar á Suðurlandið og lofar mikilli stemmningu.

Hljómsveitin Valdimar hefur komið sem ferskur andvari inn í tónlistarsenu Íslands og hefur frægðarsól sveitarinnar verið að rísa jafnt og þétt frá byrjun síðasta árs. Tónlist Valdimars er hjartnæm, sveimandi, full af sál og borin fram af mikilli nákvæmni og einskærri spilagleði.

Frumraun hljómsveitarinnar, Undraland, naut gríðarlegra vinsælda á síðasta ári og hefur hún fengið frábæra dóma og selst vel. Þá var lagið Yfirgefinn eitt það allra vinsælasta á öldum ljósvakans síðsumars 2011.

Hljómsveitin er þessa dagana að vinna í nýju efni og stefnir hún að því að gefa út nýja plötu á árinu.

Húsið opnar kl. 22.

Fyrri greinFært á hjólastól yfir Markarfljót
Næsta greinArtemisia og Óskar sigurvegarar kvöldsins