USSS í Þorlákshöfn í kvöld

USSS eða undankeppni Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi verður haldin í íþróttamiðstöð Þorlákshafar í kvöld kl. 19.

Er þessi viðburður fyrir 8.-10. bekk og munu hátt í 400 ungmenni af öllu Suðurlandi koma til að hvetja sína keppendur áfram. Eftir keppnina verður slegið upp balli og má búast við dúndrandi stemmningu.

Fyrir áhugasama þá verður bein útsending frá keppninni á vefnum en hana má nálgast hér.