Úrslitin ráðast í kvöld

Í kvöld ráðast úrslitin í keppninni The Voice Ísland í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans. Selfyssingurinn Karitas Harpa Davíðsdóttir er ein fjögurra keppenda í úrslitunum. …

„Þetta verður ótrúlega flott show og svakalega skemmtilegt. Það verða tvennar kosningar í kvöld, fyrst syngja allir eitt lag og eftir það verða tveir keppendur kosnir áfram í úrslitaeinvígið,“ segir Karitas Harpa.

„Draumurinn minn er að eiga möguleika á því að syngja bæði lögin mín, seinna lagið er svo allt allt öðruvísi en ég hef verið að taka hingað til og mig langar svo að geta sýnt þá hlið á mér líka,“ segir Karitas ennfremur.

Hún er ánægð með stuðninginn sem hún hefur fengið hingað til.

„Já, mig langar til þess að þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn. Hann skiptir mig gríðarlega miklu máli og ég vil að fólk viti það.“

Símakosningin hefst um leið og þátturinn, á slaginu kl. 20:00 og er símanúmer Karitasar Hörpu 900-1004.