Úrslitin í trúbbakeppninni í kvöld

Úrslitakvöld Trúbadorakeppni 800Bars á Selfossi verður haldið í kvöld og hefst keppnin kl. 22:00.

Sjö atriði eru komin í úrslit eftir skemmtilega undankeppni. Vegleg verðlaun eru í boði en sigurvegarinn fær stúdíótíma í Studio6 og inneign í Músík og myndum. Einnig fær sigurvegarinn gigg á 800Bar einu sinni í mánuði út árið.

Annað og þriðja sæti fá skráningu hjá Sónus, stærstu umboðsskrifstofu Suðurlands og verða þar í góðum höndum hins hressa Bessa.

Húsið verður opnað klukkan 21:00 en bekkurinn var þéttsetinn á undankvöldunum og því mikilvægt að mæta snemma til að tryggja sér sæti.