Uni og Jón Tryggvi í jólalagakeppninni

Þau Uni og Jón Tryggvi í Merkigili á Eyrarbakka eiga eitt af lögunum tíu sem keppa til úrslita í Jólalagakeppni Rásar 2.

Lagið heitir Tendrum rökkrinu ljós og er lagið flutt af dúettinum II sem þau skipa. Lagið er samið undir áhrifum af vetrarlandinu sem Suðurlandið býr yfir.

Hægt er að kjósa lagið á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Þau Jón Tryggvi og Uni hafa staðið fyrir tónleikum á heimili sínu í Merkigili undanfarið ár eða svo og mun raddsveitin Þrjár raddir & Beatur spila næst hjá þeim þann 18. desember kl 16:00.