Ungfrú Suðurland: Bylgja Sif

Bylgja Sif Jónsdóttir er átján ára Hvergerðingur, fædd þann 20. júní 1993.

Bylgja Sif er dóttir Jóns Helga Ingvarssonar og Ásthildar B. Sigþórsdóttur. Er á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Tíu spurningar til Bylgju Sifjar:
Helstu áhugamál:
Körfubolti, körfubolti, körfubolti, stjörnufræði, eldfjöll og að hanga með skemmtilegu fólki.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Íþróttahúsið í Hveragerði og Snæfellsnes.
En erlendis: Old Trafford.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Derrick Rose hjá Chicago Bulls og Paul Scholes hjá Manchester United.
Uppáhalds bók: Harry Potter bækurnar allar eins og þær leggja sig og Hobbitinn.
Á hvað trúir þú: Spaghettískrímslið.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Að halda í hendina á öðru fólki.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til þess að kynnast nýju, skemmtilegu fólki, prófa eitthvað nýtt og aðallega sú áskorun að fara út fyrir þægindarhringinn minn.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Á eftirstríðsárunum, meira frelsi fyrir konur, nýjungar og mikið fjör. Töff tímabil og allt að gerast.
Lífsmottó: It’s not whether you get knocked down, it’s how you pick yourself up.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Arney Lind
Næsta greinErlendir ríkisborgarar 6,7% af íbúafjöldanum