Ungfrú Suðurland: Þórhildur Ósk

Þórhildur Ósk Stefánsdóttir er nítján ára Eyjamær, fædd þann 8. desember 1992.

Foreldrar hennar er Helena Árnadóttir og Stefán Ólafsson. Hún stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi og er líka búin að vera í Flugskóla Íslands að læra einkaflugmanninn.

Tíu spurningar til Þórhildar:
Helstu áhugamál:
Ferðast, vera með vinum mínum, allt sem tengist líkamsrækt og að fljúga.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Akureyri og Þórsmörk.
En erlendis: Miami.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Aroni Pálmasyni.
Uppáhalds listamaður: Rihanna.
Uppáhalds bók: The Lovely Bones.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ákveðin, öguð og heiðarleg.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Slöngur og köngulær. En það veldur mér kvíða og stressi að hafa of mikið að gera stundum.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Spánarferðin 2010 með fjölskyldu og vinum og að fljúga flugvél ein í fyrsta skipti.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Ég hefði viljað vera uppi á páskum þegar Jesú háði sína baráttu. Hefði viljað geta fylgst með þessum atburðum og horfið svo aftur til samtímans.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Þóra Fríða
Næsta greinRúnar inn að skinni