Ungfrú Suðurland krýnd í kvöld

Ellefu stúlkur keppa um titilinn Ungfrú Suðurland á Fegurðarsamkeppni Suðurlands sem fram fer á Hótel Selfossi í kvöld. Á miðnætti kemur í ljós hver tekur við krúnunni af Ellý Hrund Guðmundsdóttir sem sigraði í fyrra.

Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni koma víða að af Suðurlandi en flestar eru þær frá Vestmannaeyjum. Keppendurnir eru Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, Selfossi, Ragna María Gestsdóttir, Þorlákshöfn, Thelma Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Hveragerði, Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, Vestmannaeyjum, Tinna Ósk Þórsdóttir, Vestmannaeyjum, Steinunn Ýr Hjaltadóttir Bender, Selfossi, Hlíf Hauksdóttir, Hvolsvelli, Kristjana Rún Gunnarsdóttir, Vestmannaeyjum, Sara Dögg Guðjónsdóttir, Vestmannaeyjum og Svava Kristín Gretarsdóttir, Vestmannaeyjum.

Fyrri greinMeirihlutinn fallinn í Ölfusinu
Næsta greinÁrborg: Vilja stagbrú yfir Ölfusá