Undirbúa Bandaríkjaferð

Hljómsveitin The Wicked Strangers spilar á Gamla Gauki í kvöld ásamt Retrobot. Tónleikarnir eru kallaðir fjármögnunartónleikar og hugsaðir til að fjármagna ferð The Wicked Strangers til Bandaríkjanna.

Í lnæstu viku heldur hljómsveitin út til Bandaríkjanna. „Við förum út 28. maí og komum heim 13. júní. Á þessum tíma spilum á 20 tónleikum,“ segir Gunnar Guðni, söngvari The Wicked Strangers.

Hugmyndin að þessari ferð vaknaði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Gestur hátíðinnar frá Bandaríkjunum hreifst af hljómsveitinni og fór í framhaldi að því að undirbúa þessa tónleikaferð.

Gunnar og félagar sóttu svo um styrk frá Loftbrú sem þeir fengu. „Ekki slæmt fyrir hljómsveit sem hefur verið starfandi í ár,“ segir Gunnar. „Við verðum aðallega í Texas, California og Colorado. Við tökum bara bílaleigubíl og keyrum þarna um.“

En ferðlag sem þetta kostar pening og styrkurinn frá Loftbrú dekkar ekki allan kostnað. „Það er verið að vinna í því núna,“ segir Gunnar.