Toto, Bo og allt að gerast

Það verður mikið um dýrðir í Hvítahúsinu á Selfossi um helgina og gleðin hefst í kvöld þegar Vetrartónleikaröðin heldur áfram með Toto tribute á stór asviðinu kl. 22.

Þau leika öll bestu lög Toto ásamt vel völdum eightís-slögurum. Eftir tónleika verður svo opið á Forsetabarnum, þar sem Fríða og Dýrin leika við hvurn sinn fingur og þá er frítt inn.

Á laugardagskvöldið verður allt að gerast en þá mætir hinn íslenski Elvis, sjálfur Björgvin Halldórsson, ásamt hljómsveitinni Buff. Þá er 25 ára aldurstakmark og verður miðaverði stillt í mikið hóf eða 2000 kr. sem er sama miðaverð og var árið 1995.

Fyrri greinEitt gott gigg í Evrópu
Næsta greinHarma niðurstöðu Hæstaréttar