Tónahátíð framundan í Flóahreppi

Þrír glæsilegir tónlistarviðburðir verða í félagsheimilunum í Flóahreppi í október og nóvember. Gissur Páll Gissurarson ríður á vaðið í Félagslundi laugardaginn 12. október.

Tenórinn Gissur Páll mun syngja valin lög af sinni alkunnu snilld.

Þann 26. október verður söngkvöld í Þjórsárveri í umsjón Inga Heiðmars Jónssonar. Sagnaþulan Ragnheiður Þóra Grímsdóttir frá Akranesi segir sögur og Bakkatríóið frá Hvolsvelli mun spila nokkur lög.

Þann 2. nóvember munu síðan KK og Maggi Eiríks slá botninn í hátíðina í Þingborg og flytja tónlist eins og þeim einum eru lagið.

Miðaverð á viðburðina í Félagslundi og Þjósárveri er aðeins kr. 2.000 en í Þingborg kr. 3.000. Hægt er að kaupa miða á alla viðburðina og kostar sá pakki kr. 5.000. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Tónleikarnir hefjast allir kl. 21 og byrjað verður að hleypa gestum inn hálftíma fyrr.

Fyrri greinBraust inn í Rauða með hamri
Næsta greinGunnar Gränz sýnir hjá TM