Todmobile-helgi framundan í Hvíta

Hljómsveitin Todmobile verður tvívegis í Hvítahúsinu á Selfossi um helgina.

Annars vegar í kvöld, föstudagskvöld, þar sem haldnir verða stórtónleikar í vetrartónleikaröð hússins og hins vegar á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin mun halda uppi alvöru sveitaballi með tilheyrandi gleði og stuði langt fram eftir nóttu (20 ára aldurstakmark).

Miðaverð er kr. 2.000 á hvorn viðburð fyrir sig en hægt er að kaupa miða á báða viðburðina fyrir kr 3.000.

Hlustaðu á Suðurland FM 96,3 og nældu þér í miða á þennan einstöku tónslistarveislu…