Tilnefndir fyrir besta myndbandið

Myndband hljómsveitarinnar Kiriyama Family við lagið Sneaky Boots hefur verið tilnefnt sem besta íslenska tónlistarmyndbandið árið 2011 hjá Gogoyoko.

Gogoyoko hefur í samvinnu við alþjóðlegu stuttmyndahátíðina Northern Wave tilnefnt tíu íslensk tónlistarmyndbönd sem bítast munu um verðlaunin.

Lagið Sneaky Boots er fyrsta lag Kiriyama Family en það var gefið út eftir miðnætti þann 1. janúar 2011. Eftir að hljómsveitin sigraði með Sneaky Boots í hljómsveitakeppni sem haldin var í tengslum við Ford-keppnina var gert myndband við lagið. Leikstjóri þess er Gunnar Örn Birgisson.

Úrslitin í myndbandakeppninni verða kunngjörð á Northern Wave hátíðinni sem haldin er í Grundarfirði 2.-4. mars næstkomandi.

Hér að neðan má sjá myndbandið

Fyrri greinGovens bestur í fyrri umferðinni
Næsta greinBærinn semur við Hjálparsveitina