Sveitasynir á Forsetabarnum í kvöld

Ómar Diðriks og Sveitasynir halda síðustu tónleikana í tónleikaröðinni „Þá áttu líf“ á Forsetabarnum á Selfossi í kvöld, laugardagskvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 en húsið verður opnað kl. 21.

Í tilefni þessa verða ýmsir gestir með sveitinni, svo sem Gísli Stefánsson söngvari, félagar úr Karlakór Rangæinga og úr Stórsveit Suðurlands svo einhverjir séu nefndir. Ókeypis er á tónleikana.

Eftir að tónleikum lýkur verður opið hús á Forsetabarnum og líf og fjör fram eftir nóttu.