Sveitaball með bar

Í kvöld verður alvöru sveitaball á 800Bar á Selfossi þar sem hljómsveitin Banarnir spilar.

„Sveitaböll eru heitasta skemmtunin í dag og þess vegna var ekki um annað að ræða en að slá upp sveitaballi á 800. Hvað er betra en sveitaball með bar?,“ spyr Eiður Birgisson, veitingamaður á 800Bar.

Þeir sem eru með lögheimili í sveit fá tvo fyrir einn af miðaverði og heppnir Facebookvinir 800 geta unnið glaðning á barnum.

Hljómsveitin Banarnir hefur verið að gera góða hluti á 800 og þeir verða með skothelt prógramm í kvöld þar sem öll bestu lögin verða tekin.

Aldurstakmarkið er 18 ár og miðaverð er 500 krónur. Húsið opnar kl. 23.

Fyrri greinFuglar og sardínur á Sólheimum
Næsta greinBreyting á skráningu fyrir Íslandsmót