Sunnlenskt sveitaball á mölinni

Ingó og Veðurguðirnir ætla að slá upp ekta sveitaballi að sunnlenskum sið á NASA við Austurvöll í kvöld, laugardagskvöld.

Miðaverði verður stillt í hóf og á barnum verður hrúga af allskonar gylliboðum frá Miller og félögum!

Sérstakur gestur er Friðrik Dór.

Það verður enginn svikinn af sunnlensku sveitaballi á mölinni með Ingó og félögum.