Sunnlensk tónlistarveisla á 800

Í kvöld verður sannkölluð tónlistarveisla á 800Bar á Selfossi þar sem eingöngu munu sunnlenskir tónlistarmenn stíga á stokk.

Eftir langa fjarveru mun hið magnaða tríó Debjúg ríða á vaðið með sinni angurværu spilamennsku. Tríóið skipa þeir Reynir Freyr Jakobsson söngur, Karl Larsen Fróðason á bassa og Herbert Viðarsson á gítar.

Sérstakur gestur þetta kvöld verður hinn landsfrægi söngvari Hermann Ólafsson sem gerði garðinn frægann með hinni mögnuðu hljómsveit Lótus. Einnig ber að nefna annan gest sem barði húðir með hljómsveitinni Tomma Rótara, Stefán Hólmgeirsson.

Ásamt þeim koma fram Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson og Jóhann Bachmann Ólafsson og ætla þeir að spila nokkur vel valin lög inn í nóttina.

Aðrir sem skemmta vinum 800Bars yfir hátíðirnar eru þeir Ingólfur Þórarinsson, Guðmundur Þórarinssson auk þess sem Bjórbandið mun spila í fyrsta sinn á 800Bar.

800 Bar er miklu hátíðarskapi, býður frítt inn á þessar uppákomur og óskar öllum gleðilegra jóla.

Fyrri greinSleipnir fékk hæsta styrkinn
Næsta greinSöfnuðu til stuðnings Filippseyingum