Sumarstúlkur eru sætari en aðrar

Sumarstúlkukeppnin 2010 fór fram í Hvítahúsinu á laugardagskvöld.

Tíu gullfallegar stúlkur kepptu um titlana Sumarstúlkan 2010 og Netstúlka sunnlenska.is. Dómnefnd valdi Áslaugu Ýr Bragadóttur sumarstúlkuna en lesendur sunnlenska.is kusu Berglindi Evu Markúsdóttir.

Daníel Haukur, DJ Elíot og hljómsveitin Oxford héldu uppi frábærri stemmningu fyrir gesti hússins en í myndaalbúmi hér til hægri má sjá stemmninguna bæði í salnum og baksviðs – þar sem sumarstúlkurnar skemmtu sér hið besta.

Attached files