Stórviðburðir framundan í Hvítahúsinu

Það er óhætt að segja að næsta helgi verði með stærra móti í Hvítahúsinu á Selfossi. Söngkeppni, Dúndurfréttir, Labbi og Páll Óskar verða á sviðinu um helgina.

Fimmtudagskvöldið 18. mun fyrsta kvöld hinnar árlegu söngkeppni Suðurlandsins eina von fara fram en keppnin hefur farið stækkandi frá ári til árs og segja menn að hún muni toppa sig enn eitt árið.

Föstudagskvöldið 19. heldur svo vetrartónleikaröðin áfram og mun hin stórgóða og landsþekkta hljómsveit Dúndurfréttir skella upp stórtónleikum og rifja upp rokksöguna eins og þeim einum er lagið. Hafa þeir piltar bætt nokkrum gömlum hundum inn á efnisskránna og lofa þeir góðri stemmningu. Strax að tónleikum loknum verður Forsetabarinn opnaður og mun Labbi sjá um stuðið þar – frítt inn eftir tónleika Dúndurfrétta.

Rúsínan í pylsuendanum er svo laugardagskvöldið 20. þegar hinn íslenski konungur diskótónlistarinnar, Páll Óskar mætir og gerir allt vitlaust eins og honum einum er lagið en það vita allir hversu mikilli stemningu sá kappi nær upp.

Fyrri greinMargir þurftu frá að hverfa
Næsta greinFáni af stærstu gerð dreginn að húni