Stórtónleikar í bæjargarðinum á Selfossi

KK Band mun leika á sannkölluðum stórtónleikum í hátíðartjaldi Sumars á Selfossi í miðbæjargarðinum í kvöld kl. 21.

Tónleikarnir eru einn af hápunktum bæjarhátíðarinnar en í fyrra mættu 600 manns á frábæra tónleika með Mannakornum og er það von hátíðarhaldara að stemmningin verði ekki minni í kvöld.

Kristján Kristjánsson mætir með hljómsveit sína og spilar lög af plötunni Bein leið ásamt vel völdum gullmolum. KK Band spilaði á nokkrum tónleikum í fyrra í tilefni af tuttugu ára afmæli þessarar gríðarlega vinsælu hljómplötu og taka nú upp þráðinn á nýjan leik fyrir Selfyssinga og gesti þeirra.

Forsala aðgöngumiða er í Gallerí Ozone.

Fyrri greinMun meiri umferð um Landeyjahafnarveg
Næsta greinSunnlendingar gerðu það gott á heimsleikunum