Stigaspjald fyrir seinna kvöldið

Hið óhefðbundna stigaspjald Elínar Esterar sló í gegn fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision og nú er komið annað fyrir kvöldið í kvöld.

Aðeins er búið að uppfæra spjaldið svo að henti betur fyrir atriðin í kvöld. „Það er samt erfitt að spá fyrir um atriðin út frá myndböndunum,“ segir Elín.

Hún er þó á því að mikið hafi verið að marka niðurstöður stigaspjaldsins á fyrra kvöldinu á þriðjudaginn. „Mér sýnist á samtölum við fólk að með því að nota stigablaðið í gær hafi það verið með 7 lönd rétt af þeim 10 sem komust áfram í aðalkeppnina,“ segir Elín.

Fyrir áhugasama kemur svo nýtt stigaspjald fyrir lokakeppnina á laugardaginn.

Hér er hægt að nálgast spjaldið fyrir seinna undanúrslitakvöldið.

Fyrri greinÖlfusingar setja 4 milljónir í aksturinn
Næsta greinGefur myndarlega bókagjöf