Steindi jr. bætist í hópinn

Sjónvarpsstjarnan Steindi jr. hefur bæst við hóp skemmtikrafta sem heiðra Selfyssinga með nærveru sinni á Sumar á Selfossi um helgina.

Dagskránni lýkur á laugardagskvöld með tjalddansleik í miðbæ Selfoss þar sem Þorvaldur á sjó, Toggi í Tempó og Raggi Bjarna skemmta.

Í Hvítahúsinu leikur síðan vinsælasta hljómsveit sem Selfoss hefur alið, Skítamórall, og þar mætir súperstjarnan Steindi jr. einnig. DJ Búni hefur líka boðað komu sína í húsið með allra bestu tónlistina.

Í Hvítahúsinu er 18 ára aldurstakmark og húsið opnar eftir Sléttusönginn. Mættu snemma – það eru allir á leiðinni!