Stebbi og Eyfi í Hvíta

Stebbi og Eyfi koma fram á vetrartónleikaröð Hvítahússins í kvöld.

Þeir félagar sendu frá sér plötuna Fleiri notalegar ábreiður fyrir síðustu jól en þar taka þeir lög eftir aðra listamenn af stakri prýði. Svo eiga þeir sjálfir nokkrar perlur í handraðanum sem fá að hljóma á tónleikunum.

Frábært kvöld í vændum með frábærum listamönnum og það ætti enginn að vera svikinn af flutningi þeirra.

Húsið opnar kl. 21.