Söngur og sögur í Fljótshlíð og á Selfossi

Dægurlagafélagið á tónleikum í Tryggvaskála.

Dægurlagafélagið verður á ferð og flugi um helgina með söng- og sögudagskrá sína, „Saga til næsta bæjar“.

Það eru dægurlagahöfundarnir Heimir Eyvindarsson, Ingólfur Þórarinsson, Hreimur Heimisson og Einar Bárðarson sem skipa Dægurlagafélagið.

Stákarnir eiga nokkur af þekktustu íslensku dægurlögum síðustu 15 ára. Lög eins og Farin, Dreymir, Vöðvastæltur, Bahama, Á þig, Flottur, Hvar sem ég fer, Árin, Lífið er yndislegt, Brim og boðaföll, Birta, Myndir, Gestalistinn, Drífa, Argentína, Spenntur og Ég sé þig fá að hljóma ásamt fleirum og sögurnar á bak við tilurð þeirra eru sagðar og kemur þá ýmislegt merkilegt í ljós.

Það má segja að dagskráin sé nokkurskonar blanda af órafmögnuðum tónleikum og uppistandi.

Saga til næsta bæjar verður í Hótel Fljótshlíð í kvöld, föstudagskvöld kl. 21, og í Tryggvaskála á Selfossi á sunnudagskvöld kl. 21. Fyrirhuguðum tónleikum Dægurlagafélagsins í Tryggvaskála um síðustu helgi var frestað vegna veðurs og þeir sem áttu miða á þá tónleika geta notað miðana á sunnudagskvöld.

Fyrri greinSvekkjandi tap í Garðabæ
Næsta grein300 milljóna króna lán til að kaupa slökkvistöð