Söngkeppni haldin í annað sinn

Hótel Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Söngkeppni Árborgar verður haldin í annað sinn á Hótel Selfossi föstudaginn 9. mars næstkomand. Um er að ræða keppni milli fyrirtækja þar sem keppt er um besta atriðið og besta stuðninginn.

„Við fórum af stað með þessa keppni í fyrra og komust færri að en vildu. Alls tóku tíu fyrirtæki þátt og seldust allir miðar í forsölu,“ segir Sigríður Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Söngkeppni Árborgar.

„Í ár verður keppnin með svipuðu sniði og gerum við ráð fyrir því að stútfylla hótelið eins og í fyrra því nú þegar eru nokkur fyrirtæki búin að skrá sig til þátttöku.“

Keppt er um glæsilegan farandgrip en handhafar hans eru Framkvæmda- og veitusvið Árborgar sem sigraði í fyrra með glæsilegum flutningi. Allur ágóði af keppninni í fyrra fór til Dagdvalar Vinaminnis og Árbliks.

Fyrri grein„Það koma stundum tapleikir þó að maður vilji það ekki“
Næsta greinLeikfélag Selfoss æfir „Glæpir og góðverk“