Sölvakvöldið á föstudagskvöld – Sölvi sextugur

Hið árlega Sölvakvöld fer fram föstudagskvöldið 30. desember á Hótel Örk Hveragerði.

Sölvi Ragnarsson, sá hinn sami og kvöldið er kennt við, verður sextugur þetta kvöld og ætlar hann ásamt formönnum Hljómlistarfélags Hveragerðis að bjóða til tónlistarveislu að hætti Hvergerðinga.

Heiðursgestur verður lagahöfundurinn og músíkvirtúósinn Magnús Eiríksson en hann mun leika og syngja sínar helstu perlur með hljómsveit hússins á milli kl. 23 og og miðnættis.

Þá hefst dansleikur þar sem listamenn tengdir Hveragerði sjá um stuðið. Fram koma m.a. Djassband Suðurlands, Siffarnir, Riff ReddHedd, Creedence band Bjössa Rós, HúrríGúrrí, Siggi Dagbjarts og fleiri.

Húsið opnar kl. 22:20 þar sem Hörður Friðþjófs og Erla Kristín munu leika ljúf lög. Aðgangseyrir er kr. 1500, forsala í Tíunni og Shell.

Eins og fyrri ár rennur allur ágóði af kvöldinu til menningar- og góðgerðamála.

Fyrri greinSleginn í höfuðið í Hvíta
Næsta greinReyndi innbrot í apótek