Skuggabandið, Ingó, GRM og Bryndís Ásmunds á Café Rose

Skuggabandið mun halda tónleika á Café Rose í Hveragerði í kvöld kl. 21. Skuggabandið spilar lög hljómsveitarinnar Shadows og frítt er inn á tónleikana.

Á föstudagskvöld kemur svo Ingó veðurguð heitur eftir brekku- og sléttusöng og spilar á Café Rose, ásamt Einari Erni.

Gylfi, Rúnar & Megas halda svo tónleika á Rósinni á morgun, laugardag kl. 23. Fyrr á laugardeginum, kl. 16, mun söng- og leikkonan Bryndís Ásmunds halda jazz og blues tónleika ásamt stórsveit. Frítt verður á tónleikana með Bryndísi.

Þess má svo að lokum geta að Suðurland FM verður með beina útsendingu á laugardeginum frá kl. 13-17 á planinu við Café Rose.

Fyrri greinUppskeruhátíð sumarlestrar í dag
Næsta greinBygging gasskiljustöðvar að hefjast