Skuggabandið á Kaffi Rós

Skuggabandið (The Shadows Tribute Band) leikur á Kaffi Rós Hveragerði fimmtudagskvöldið 14. júní nk.

Bandið skipa feðgarnir og gítarleikararnir Hörður Friðþjófsson og Davíð Harðarson ásamt trommu og bassa feðgunum Páli Sveinssyni og Matthíasi Hlífari Pálssyni.

Á efnisskránni verða helstu slagarar The Shadows s.s. Apache, FBI, Dance On, FootTapper, Midnight ofl. Einnig bassasóló lagið Stingray og trommusólólagið Little B.

Nokkrir mánuðir eru síðan Skuggabandið kom fram á Kaffi Rós þannig að aðdáendur The Shadows geta tekið gleði sína á ný á Kaffi Rós í vikunni.

Fyrri greinFá jarðskjálftatilkynningar með SMS og tölvupósti
Næsta greinBikarslagur á Selfossi í kvöld