Skuggabandið á Forsetabarnum

Hljómsveitin Skuggabandið heldur tónleika á Forsetabarnum á Selfossi í kvöld kl. 21.

Sveitin er tökulagasveit sem sérhæfir sig í flutningi laga hljómsveitarinnar Shadows sem fór mikinn á vinsældalistum um allan heim á sjöunda áratug síðustu aldar.

Sveitina skipa feðgarnir Páll Sveinsson og Matthías Hlífar Pálsson ásamt feðgunum Herði Friðþjófssyni og Davíð Harðarsyni.

Húsið opnar kl. 20 og hefjast tónleikarnir kl. 21.